Óvissuferð

TEITUR tekur að sér ferðaskipulagningu fyrir óvissuferðir af öllu tagi. Dagskráin er alltaf klæðskerasaumuð eftir þörfum hvers hóps fyrir sig. Óvissuferðir bera keim af ævintýrinu.

„Alveg brillíant“
Tel: 515 2700

Hægt er að skipuleggja óvissuferð eftir hefðbundinn vinnutíma, á kvöldin, heilan dag frá morgni til kvöld, frá hádegi og fram á kvöld og með gistingu yfir helgi; allt eftir þínum óskum. Við bjóðum upp á fararstjórn þrautreyndra fararstjóra í hverri ferð þannig að ALLIR gestir geti einbeitt sér áhyggjulausir að skemmtun dagsins og þurfi ekki að pæla í smáatriðunum sem verða að vera í lagi í svona ferðum og geta tekið á hugsanlegum vandamálum.

Við bjóðum einnig upp á hópefli af alvarlegra tagi í samráði við fagaðila ef ætlunin er að efla samstarfsandann, auka sölu, hvetja starfsmenn eða t.d. íþróttafélag til dáða. Við leggjum á það ríka áherslu að hver einasta óvissuferð á vegum TEITS er klæðskerasaumuð - við nostrum við smáatriðin um leið og við missum aldrei sýn á heildarmyndina!

Jöklaferðir, vélsleðaferðir, hundasleðaferðir, hestaferðir, fjallhjólaferðir, flúðasigling, snjóleikir af ýmsu tagi, einkabíó, kayaksigling, skautahöllin, hellaskoðun, GPS ratleikur, bogfimi, gufubað á Laugarvatni, Bláa lónið, keila, víkingarán í Fjörukránni og margt fleira


Nánari upplýsingar um óvissu þjónustu Teits er hægt að nálgast í síma 515 2700 eða sendið fyrirspurn í gegnum fyrirspurnarformið og við munum með ánægju upplýsa þig um þjónustu okkar.

Til baka