Hálendið í hnotskurn (3-5 dagar)

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Hann er 12 m hár og 30 m breiður í fjórum meginhlutum.

„“
Tel: 515 2700

1. dagur

Sögualdarbærinn - Gjáin - Þjórsárdalur - Hjálparfoss - gist í Hrauney á Sprengisandsleið.

2. dagur

Hrauney - Göngutúr í Nýjadal á miðju hálendinu (Sprengisandsleið) - Aldeyar- og Goðafoss - Gist á Akureyri.

3. dagur

Frjáls dagur á Akureyri (eða lagt í hann suður í 3ja daga ferð. Hér er þó um töluverðan akstur að ræða og ráðlegt að gefa frjálsan dag á Akureyri).

4. dagur

Akureyri - Blönduós, heimsókn í textílsafnið - Blöndudalur, kynning á Blönduvirkjun og -lóni áður en haldið er yfir Kjöl. Baðferð og göngutúr á Hveravöllum. Gist í skálanum í 5 daga ferð.

5. dagur

Haldið í suðurátt, stoppað hjá Gullfossi og Geysi á leiðinni í bæinn.


Nánari upplýsingar um lengri ferðir Teits er hægt að nálgast í síma 515 2700 eða sendið fyrirspurn í gegnum fyrirspurnarformið og við munum með ánægju upplýsa þig um þjónustu okkar.

Til baka