Orkan á Snæfellsnesi (2 dagar)

Snæfellsnes er langt nes á Vesturlandi á milli Faxaflóa að sunnan og Breiðafjarðar að norðan. Fjallgarður liggur eftir nesinu endilöngu en hæsta fjallið á nesinu er Snæfellsjökull (1446 m) sem er eldkeila.

„Leyndardómar Snæfellsjökuls“
Tel: 515 2700

1. dagur

Ekið um Hvalfjörð og Borgarnes að Arnarstapa hvar menn fá sér hressingu í Burstabænum. Kíkt er á iðandi fuglalífið í sérstæðum hraunklettunum.
Að lokinni hressingu er ekið framhjá Lóndröngum og að Hellissandi þar sem sjóminjasafnið er skoðað. Ekið er yfir Fróðarheiði að Görðum þar sem verður gist.

2. dagur

Eftir morgunmat er ekið aftur yfir Fróðarheiði framhjá Grundarfirði til Stykkishólms þar verður boðið upp á létta bátsferð um Suðureyjar fyrir þá sem vilja.
Þeir sem ekki fara í sjóferð skoða Stykkishólm og nágrenni á meðan. Að því loknu er lagt af stað áleiðis til Reykjavíkur um Kerlingarskarð.


Snæfellsnes

Snæfellsnes er langt nes á Vesturlandi á milli Faxaflóa að sunnan og Breiðafjarðar að norðan. Fjallgarður liggur eftir nesinu endilöngu en hæsta fjallið á nesinu er Snæfellsjökull (1446 m) sem er eldkeila. Snæfellsjökull er frægur fyrir meinta dulræna krafta sem í honum eru sagðir búa og fyrir að vera upphafsstaður ævintýra söguhetjanna í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne.

Byggð er nokkur meðfram ströndum nessins og nokkrir þéttbýliskjarnar á norðurströnd þess, þeir eru Stykkishólmur, Grundarfjörður, Ólafsvík, Rif og Hellissandur, talið frá austri til vesturs, en allt eru þetta þorp og bæir sem byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi. Að sunnanverðu eru tveir smábæir, Arnarstapi og Hellnar. Vestan á nesinu var á árum áður útróðrarstöð í Dritvík og svo þorpið Beruvík, sem hefur verið í eyði í marga áratugi.


Nánari upplýsingar um lengri ferðir Teits er hægt að nálgast í síma 515 2700 eða sendið fyrirspurn í gegnum fyrirspurnarformið og við munum með ánægju upplýsa þig um þjónustu okkar.

Til baka