Suðurströndin heillar (3 dagar)

Skaftafell í Öræfasveit er 4.807 km2 þjóðgarður stofnaður 15. september 1967. Þar vex gróskumikil gróður milli sands og jökla. Þjóðgarðurinn var stækkaður 1984 og svo aftur 2004 og eru nú um tveir þriðju hlutar af Vatnajökli innan þjóðgarðsins.

„Dyrhólaey er móbergsstapi í Mýrdal á suðurströnd Íslands“
Tel: 515 2700

1. dagur

Lagt af stað síðdegis á föstudegi og ekið í Vík, þar sem verður gist.

2. dagur

Frá Vík er ekið sem leið liggur í Skaftafell en stöðvað við nokkra áhugaverða staði svo sem Núpstaði, Dverghamra, Kirkjubæjarklaustur og Kirkjugólfið.

Í Skaftafelli er farið í léttan göngutúr. Að honum loknum fá menn sér hressingu, þá er haldið að Svínafellsjökli og skriðjökullinn skoðaður. Ekið er að Breiðamerkulóni og farið í siglingu á Lóninu. Að siglingu lokinni er haldið að Kirkjubæjarklaustri eða Hofi í Öræfasveit þar sem verður gist. Að honum loknum fá menn sér hressingu, þá er haldið að Svínafellsjökli og skriðjökullinn skoðaður. Ekið er að Breiðamerkulóni og farið í siglingu á Lóninu. Að siglingu lokinni er haldið að Kirkjubæjarklaustri eða Hofi í Öræfasveit þar sem verður gist.

3. dagur

Eftir morgunverð er haldið heim á leið. Mögulegt er að fara í Bátsferð frá Vík og skoða Reynisdranga frá Sjó. Dyrhólaey skoðuð og komið er við á Skógum.
 


Nánari upplýsingar um lengri ferðir Teits er hægt að nálgast í síma 515 2700 eða sendið fyrirspurn í gegnum fyrirspurnarformið og við munum með ánægju upplýsa þig um þjónustu okkar.


Dyrhólaey

Dyrhólaey er móbergsstapi í Mýrdal á suðurströnd Íslands. Þessi syðsti oddi landsins dregur nafn sitt af því að gat hefur myndast á þessum u.þ.b. 120 m háa skaga sem sjórinn flæðir í gegnum. Klettatanginn sem skagar fram úr eynni og gatið er í gegnum nefnist Tóin. Dyrhólaey er einnig nefnd Portland af sjómönnum. Í eynni er mikil lundabyggð. Dyrhólaey var friðlýst árið 1978.

Undan Dyrhólaey eru allnokkrir drangar úti í sjónum. Þekktastur þeirra er Háidrangur, sem er þverhníptur og 56 metrar á hæð. Hann kleif Eldeyjar-Hjalti Jónsson fyrstur manna árið 1893 að beiðni bænda í Mýrdal og rak þá nagla í bergið og setti keðjur á nokkrum stöðum, svo að eftir það var hægt að nýta dranginn til fuglatekju. Aðrir drangar eru Lundadrangur, Mávadrangur, Kambur og Kvistdrangur.

Árið 1910 var byggður viti á eynni, hann var endurbyggður 1927. Upphaflega hafði vitavörðurinn fasta búsetu á staðnum. Dyrhólaey og drangarnir í nágrenni hennar er mikil paradís fuglaskoðara. Hótel Dyrhólaey er skammt frá Vík í Mýrdal.

Til baka