Töfrar Borgarfjarðar (2 dagar)

Borgarfjörður er fjörður sem gengur inn úr Faxaflóa sunnan við Mýrar og norðan við Hvalfjörð. Við fjörðinn stendur bærinn Borgarnes. Fjörðurinn dregur nafn sitt af bæ Skalla-Gríms Kveld-Úlfssonar, Borg. Yfir fjörðinn liggur hringvegurinn um Borgarfjarðarbrúna sem var tekin í notkun 1980. Í fjörðinn rennur Hvítá en í henni verka áhrif flóðs og fjöru.

„Töfrar Borgarfjarðar“
Tel: 515 2700

1. dagur

Ekið er austur til Þingvalla og þar farið í stuttan göngutúr áður en haldið er á Kaldadal. Ekið er eftir Kaldadal fram hjá Oki að Langjökli þar sem menn fá sér hressingu við jökulsporðinn. Hér er mögulegt að fara í stutta snjóbílaferð fyrir þá sem það vilja, hinir fá sér stuttan göngutúr að jöklinum.

Að því loknu er haldið niður í Húsafell og stoppað fyrir létta hressingu (möguleiki á stuttum sundsprett í lauginni). Hraunfossar og Barnafoss skoðaðir, þaðan er haldið í Reykholt. Á þeim mikla sögustað verður dvalist um stund og sagan rifjuð upp við Snorralaug áður en haldið er að vatnsmesta hver í heimi; Deildartunguhver. Gist að Hvanneyri eða Reykholti.

2. dagur

Eftir morgunmat er ekið sem leið liggur að Borg á Mýrum og kirkjan þar sótt heim Egilssaga rifjuð upp. Að lokinni skoðunarferð um Borgarnes er haldið áleiðis til Akranes þar sem minjasafnið er skoðað.

Að því loknu er haldið heim um Hvalfjörð. Möguleiki á viðdvöl í óviðjafnanlegu umhverfi Hvalfjarðarbotns.


Borgarfjörður

Borgarfjörður er fjörður sem gengur inn úr Faxaflóa sunnan við Mýrar og norðan við Hvalfjörð. Við fjörðinn stendur bærinn Borgarnes. Fjörðurinn dregur nafn sitt af bæ Skalla-Gríms Kveld-Úlfssonar, Borg. Yfir fjörðinn liggur hringvegurinn um Borgarfjarðarbrúna sem var tekin í notkun 1980. Í fjörðinn rennur Hvítá en í henni verka áhrif flóðs og fjöru.

Út í fjörðinn að sunnanverðu gengur Kistuhöfði í landi Hvanneyrar.


Jarðfræði

Hafnarfjall er gömul megineldstöð, um fjögurra milljón ára. Eitt stærsta djúpbergsinnskot Íslands úr gabbrói er í Hafnarfjalli. Einnig hefur fundist dálítið af granófýr sem er kornótt djúpberg, mjög líkt graníti og með sömu samsetningu.

Margar sjaldgæfar steindir hafa fundist við Borgarfjörð, eins og sítrín (gult litaafbrigði af bergkristal) og háhitasteindir. Hestfjall er gamalt og mjög veðrað fjall ekki langt frá Hafnarfjalli og eru tveir stórir berggangar í norðurhlíð fjallsins, um 20 metrar að þykkt.

Mikið er um jaspis í Hestfjalli og hafa fundist 50-100 kílóa kristallar úr jaspis í fjallinu. Mikið er um holufyllingar á svæðinu umhverfis Borgarfjörð eins og annars staðar á landinu hjá gömlum eldstöðvum og megineldstöðvum.

Bærinn Borgarnes stendur á gömlum berggrunni, líklega úr hraunum úr Hafnarfjalli og að mestu með holufyllingum úr zeólítum og kvarssteinum.

Heimild:Wikipedia


Nánari upplýsingar um lengri ferðir Teits er hægt að nálgast í síma 515 2700 eða sendið fyrirspurn í gegnum fyrirspurnarformið og við munum með ánægju upplýsa þig um þjónustu okkar.

Til baka