Starfsmannastefna

Við áttum okkur á því að mikilvægasta eign okkar er starfsfólkið. Starfsfólk okkar hefur áratuga reynslu að baki í rekstri hópferða og alhliða ferðaþjónustu.

„Þjónusta , traust og ánægja“
Tel: 515 2700

Mannauður og hæfni starfsmannsins til að mæta óskum viðskiptavina fyrirtækisins er lykilatriði í velgengni Teits. Markmið fyrirtækisins er að hafa yfir að ráða hæfu og áhugasömu starfsfólki sem eflist og styrkist með félaginu.

Veita ber skjóta og góða þjónustu þar sem viðskiptavinurinn er í fyrirrúmi. Með þetta að leiðarljósi eru einkunnarorð fyrirtækisins: Þjónusta , traust og ánægja.

Lögð er megináhersla á að starfsmenn séu þjónustulundaðir. Öll störf standa jafnt konum sem körlum til boða.

Við áttum okkur á því að mikilvægasta eign okkar er starfsfólkið. Starfsfólk okkar hefur áratuga reynslu að baki í rekstri hópferða og alhliða ferðaþjónustu. Reynsla okkar tryggir traust og örugg vinnubrögð þér til handa.