Bláa lónið

Það er ekki að undra að lesendur “Conde Nast Traveller” tímaritsins hafi kosið Bláa Lónið sem bestu heilsulindina á heimsvísu

„Hraunið umhverfis Bláa lónið heitir Illahraun og myndaðist árið 1226“
Tel: 515 2700

Með heimsókn í Bláa Lónið ná gestir að lífga upp á samband sitt við náttúruna, drekka í sig útsýnið og njóta þess að baða sig í hreinu, fersku loftinu á meðan þeir slaka á í heitum jarðsjónum.

Það er ekki að undra að lesendur “Conde Nast Traveller” tímaritsins hafi kosið Bláa Lónið sem bestu heilsulindina á heimsvísu. Síðastliðin fimm ár hefur Bláa Lónið hlotið umhverfisviðurkenninguna Bláfánann sem er veittur fyrirtækjum sem stuðla að verndun umhverfis á náttúrulegum ströndum og höfnum.

Hitastig vatnsins er 37-39°c. Lónið hefur að geyma 6 milljón lítra af jarðsjó, sem endurnýjar sig á 40 stunda fresti. Reglulegar prófanir sýna að algengar bakteríur þrífast ekki í þessu vistkerfi, þannig ekki er þörf á viðbættum hreinsunarefnum svo sem klór.

Nánari upplýsingar um dagsferða þjónustu Teits er hægt að nálgast í síma 515 2700 eða sendið fyrirspurn í gegnum fyrirspurnarformið og við munum með ánægju upplýsa þig um þjónustu okkar.

Til baka