Gullfoss & Geysir

Gullfoss og Geysir dagsferð er ein af vinsælustu ferðum erlendra ferða mann er til landsins leita.

„Stórbrotlegt landslag“
Tel: 515 2700

Gullfoss

Gullfoss var friðlýstur árið 1979 og var markmiðið með friðlýsingu Gullfoss að friða fossinn og gljúfrið neðan hans og leyfa fólki að njóta þessara náttúruundra. Lífríki svæðisins nýtur líka friðunar og gróðri er ekki breytt með beit, ræktun eða áburðargjöf. Tilgangur með friðlýsingu lands er oft sá að varðveita sérkennilega eða fallega náttúru til að fólk geti notið hennar um ókomna tíð. Mikilvægt hlutverk friðlýstra svæða er einnig að vera griðastaður sjaldgæfra tegunda plantna og dýra sem annars gætu horfið, og að friðlýstum svæðum gefst ómetanlegt tækifæri til að skoða náttúruna, læra um hana og rannsaka hana í samanburði við svæði sem nýtt eru á hefðbundinn hátt.

Á mælikvarða jarðsögunnar er saga mannsins í náttúrunni aðeins örskotsstund. Hann hefur þó með lífsháttum sínum breytt umhverfi sínu mikið, oft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Á friðlýstum náttúrusvæðum er reynt að draga úr áhrifum mannsins, halda mannvirkjagerð í lágmarki og raska ekki landi, jarðmyndunum eða lífríki.

Heimild: www.ust.is

Geysir

Geysir í Haukadal er goshver sem nú til dags lætur lítið á sér kræla. Geysir er einn frægasti goshver í heimi. Margir fleiri hverir eru á Geysissvæðinu, til dæmis Strokkur, Smiður og Litli-Strokkur.

Geysis er fyrst getið með nafni árið 1647 og er þá mikill og ákafur goshver, en á þeim tímum gat hann gosið nokkuð reglulega. Þá þeytti hann vatni 60 til 80 metra upp í loftið. Fyrir árið 1845 varð hann allt að 170 metrar. [heimild vantar] Eftir árið 1900 dró mikið úr gosvirkni hans og var kólnunarflötur vatnsins (yfirborðið) orðið of stórt. Þá var brugðið á það ráð að gera skurð úr hvernum til að leiða á brott umfram-magn af vatni til að létta undir með hvernum. Einnig var losað út í hann 100 kg af handsápu til að vatnið myndi snöggsjóða.

Eftir Suðurlandsskjálftana sumarið 2000 tók Geysir aftur að gjósa en hefur nú dregið sig í hlé.
Heimild: Wikipedia


Nánari upplýsingar um dagsferðir Teits er hægt að nálgast í síma 515 2700 eða sendið fyrirspurn í gegnum fyrirspurnarformið og við munum með ánægju upplýsa þig um þjónustu okkar.

Til baka