Eldri borgarar

Ferð með Teiti hópferðum skilar farþegum ætíð hressari og kátari og er góð upplyfting frá hversdagsleikanum. Munið eftir að taka söngheftið með í ferðina.

„Við þekkjum þarfir og óskir þeirra.“
Tel: 515 2700

Teitur hópferðir hefur séð um skipulagningu ferða fyrir eldri borgara um áratuga skeið. Við þekkjum þarfir og óskir þeirra. Við getum fullyrt að eldri borgarar eru í miklu uppáhaldi hjá bílstjórum okkar, þeir eru vanir aðstoð við eldri borgara og þekkja vel þann stuðning sem einstaklingar úr þeirra hópi geta þurft á að halda.


Ferð með TEITI HÓPFERÐUM skilar farþegum ætíð hressari og kátari og er góð upplyfting frá hvers- dagsleikanum. Munið eftir að taka söngheftið með í ferðina.


Við stingum upp á ferðum um Njáluslóðir, í Borgarfjörðinn, á Egluslóðir, heimsókn í Reykholt og Barnafossa, skoða Minjasafnið á Akranesi, ferð um Suðurströndina með heimsókn í byggðasafnið að Skógum, Flóaferð eða hring um Hvalfjörð með stoppi í Hvalstöðinni og Saurbæjarkirkju.

Nánari upplýsingar um eldriborgara þjónustu Teits er hægt að nálgast í síma 515 2700 eða sendið fyrirspurn í gegnum fyrirspurnarformið og við munum með ánægju upplýsa þig um þjónustu okkar.
 

Sumar í Bláfjöllum

Ekið er sem leið liggur upp í Bláfjöll og áð í Breiðabliksskála.

Hvalsneskirkja

Farið verður á Norðanvert Reykjanesið. Fyrst er ekið út í Garð og að Garðskagavita og því næst er Sandgerði gerð skil. 

Heimsókn að Bessastöðum

Farið að Bessastöðum þar sem staðarhaldari tekur á móti hópnum og sýnir okkur Bessastaði og kirkjuna og fer yfir sögu staðarins.

Að heimsókn lokinni er ekin hringur um Álftanes og kíkt á fjölskrúðugt fuglalífið.